Á laugardaginn var 5/3 var annað vetrarmót Geysis haldið í reiðhöllinni á Hvolsvelli. Veðrið var nánast sagt brjálað, rok og rigning og ekki gaman fyrir knapa að hita upp í svona veðri. Frá Skeiðvöllum fóru Elín með Brunn frá Holtsmúla og Hjörtur fór með Erró frá Kanastöðum. Það gekk vel hjá Elínu og varð hún í 4:a sæti í sínum flokki . Erró var með graðhestastæla og óeinbeittur og varð hann í 7 sæti í opnum flokki. Þar sem hestamannafélagið Geysir er njög léleg að senda inn úrslit hef ég þau ekki en ég veit hverjir voru í efstu fjögur sætin í opnum flokki 2. Var ekki sjálf á staðnum og set inn myndir teknar hér heima af Brunn og Erró
1. Sigriður Th. Kristinsdóttir á Tíbrá frá Minni-Völlum
2. Guðmar Aubertsson á Koltinnu frá Ánabrekku
3. Sigriður A. Þórðardóttir á Hugrúnu frá Syðra-Garðshorni
4. Elín Hrönn Sigurðardóttir á Brunn frá Holtsmúla