1. Spuni frá Vesturkoti 8.66
2. Glitnir frá Eikarbrekku 8.32
3.Þeyr frá Holtsmúla 1 8.28
Þrír efstu stóðhestarnir í 5v flokki í Hafnarfirði. Tveir efstu eru báðir u. Álfasteini frá Selfossi.
1. Spuni frá Vesturkoti 8.66 2. Glitnir frá Eikarbrekku 8.32 3.Þeyr frá Holtsmúla 1 8.28
0 Comments
Siggi fór með Bröndu frá Holtsmúla í 100m skeiðið hjá Gusti í morgun. Timinn var slakari en síðast en dugði samt í 2 sæti, tími 8,24 sek
Góður dómur hjá Glitni frá Eikarbrekku í Hafnarfirði ídag. Hann er 5 vetra og fór í 8.28 fyrir byggingu, 8.35 fyrir hæfileika og 8.32 samtals, Sjá meira www.glitnir.weebly.com
Ígær morgun var 1 verðlauna hryssan Gloría frá Markaskarði komin með hestfolald. Það er u. Vigra frá Holtsmúla 1sem er einnig með 1 verðlaun og litur það ljómandi vel út, mósótt að lit.
Íþróttamót Geysis lauk ígær i vonskuveðri með kulda, roki og ösku. Ekki beint skemmtilegt keppnisveður. En ég ætla að segja frá árangur knapana frá Skeiðvöllum. Þar ber hæst 1 sætin í tölti eink. 7.0 og fjórgangi eink. 6.57 í opnum flokki 2 hjá Lisbeth og Klakk frá Blesastöðum 2A. Klakkur er æðislegur hestur og stóð sig mjög vel í öskurokinu. Svo gerði Katrín frábæra hluti með nýja hestinn sinn Dagfara frá Miðkoti, sem er 5 vetra stóðhestur. Hún var efst eftir forkeppni í fjórgangi með eink. 6.40 og önnur eftir forkeppni í tölti með eink. 6.33, en svo sparaði hún hestinn og afskráði í töltúrslitin en fór með hann í fjórgangsúrslitin. En þar fór mamma gamla upp fyir hana þannig að við skiptumst á sætum. Frábær árangur hjá þeim saman í sinni fyrstu keppni. Siggi stóð sig líka vel í sinum fyrsta 100m spretti með Spora frá Holtsmúla og rann hann á 8.31 sek. og fimmta sætið. Dabbi komst inn í B-úrslit í fjórgangi V1 og vann sig upp um eitt sæti með Hrafnfinn frá Holtsmúla, endaði B-úrslitunum í 4 sæti með eink. 6.17. Sigurður Smári tók líka þátt í fyrsta skipti fjórgangi barna á Óríon frá Holtsmúla. Það tókst ágætlega hjá honum, nema þennan dag var Óríon ekki í brokkstuði og þar fuku nokkur stig. Hann var eini keppandinn í þessum flokki og keppti því með unglingunum, en var verðlaunaður í barnaflokki. Við fórum ánægð heim en þreytt og vindþurrkuð með ösku í augum, hári og allstaðar. Elín náði fullt af góðum myndum af okkur flestum. Við vorum svo heppin að eignast merfolald u. Álffinni frá Syðri Gegnishólum og heiðursverðlaunahryssunni Vöku frá Arnarhóli í nótt. Foaldið er brúnskjótt eins og pabbi sinn og fer um á tölti svona til að byrja með. Ánægjulegt að það skyldi vera hryssa. Ídag var haldin kynningarfund fyrir járningarmenn á vegum Vettec og O.Johnson & Kaaber hér á Skeiðvöllum. Dágóður hópur af íslenskum járningarmönnum mætti á staðinn ásamt fulltrúa frá Vettec að nafni Maike van de Wijgerd og þýskur járningarmaður að nafni Christoph Müller. Kynnt voru ný efni af hóffyllingar- og viðgerðarefnum og var þetta mjög áhugavert. Í morgun var hún Birta (Ypsilonsdótttir) búin að kasta fallegu MERFOLALDI, rauðu með hvíta rák á nösinni. Það er u. Fonti frá Feti. Takið eftir að lappirnar eru nánast jafnlangar og á mömmunni. Albróður folaldsins frá í fyrra er myndarlegur grár hestur, svona getur það verið misjafnt með bæði kyn og lit.
Það hefur bæst við 3 folöld um helgina. 1 verðlauna hryssan Byssa frá Halla kastaði jarpt hestfolald u. Dal frá Vatnsdal sem er einnig 1verðlauna hestur. Svo fengu Katrín og Dabbi fífillbleikstjörnótt merfolald (þau heppin) u. Heimi frá Holtsmúla (8.18) sem nú er farinn till Austurríkis. Í morgun var svo Brana gamla (26 vetra) komin með hestfolald u. Þresti frá Hvammi sem er með 8.59 í einkunn. Virðist verða enn eitt hestfolalda árið. Þá er löng keppnishelgi að baki. Við (Siggi, Lisbeth og Dabbi) tókum þátt í mótinu hjá Herði og gekk á heildina litið mjög vel, þó svo að allt hafi ekki gengið fullkomlega upp. Það sem stóð uppúr hjá okkur var 2 sætið í fjórgangi opinn flokkur 2 hjá mér (Lisbeth) á mínum frábæra Klakk frá Blesastöðum 2A með eink. 6.70 og svo hjá bóndanum (Siggi) sem gerði frábæra hluti í 100m skeiðinu með Bröndu frá Holtsmúla 1 og fór hún á tímanum 7.85.
Er því miður ekki með myndir frá mótinu. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|