Skeiðvellir var ídag veitt verðlaun fyrir snyrtilegasta lögbýlið ínnan sveitarfélagsins 2011. Umhverfisverðlaunin er valin af samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd Rangárþings ytra og var verðlaunin veitt á Café Árhús á Hellu. Við fengum þennan fallega sýpris í leirpotti með áletruðum platta. Takk fyrir okkur.
0 Comments
Elín tók nokkrar myndir af hluta af ungfolunum okkar ígær. Ein myndin er reyndar af honum Vigra frá Holtsmúla (1 verðl.) sem er orðin 7v, en flott mynd og fær hún að fljóta með. Á sunnudagsmorgun kastaði hún Kolfreyja frá Holtsmúla (Orradóttir) og fengum við fallega jarpstjörnótta hryssu. Folaldið er u. Dal frá Vatnsdal (8.20) sem er sonur Þorsta frá Garði. Þá er bara ein óköstuð hjá okkur og það er Hremmsa frá Holtsmúla og er áætlað að hún kasti um 2/8
Hæst dæmdi 4 vetra hestur í heimi í ár. Fyrir nokkrum árum var sænsk stúlka (Malin) að vinna hjá okkur í Holtsmúla og eignaðist hún þá Fanney frá Holtsmúla (Orradóttir). Fanney fór í girðingu til Eldjárns frá Tjaldhólum og útkoman er þessi gullfallegi og getumikli klárhestur. Fanney er ennþá hér á Skeiðvöllum í ræktun og vonandi koma fleiri svona gullmolar undan henni. Eigandi Freys er Kamilla Peuravaara í Svíþjóð og óskum við henni til hamingju með hestinn. Dómur 20/6 2011 - Sýnandi Vignir Jónasson Sköpulag 8.55, Höfuð-8, Háls/Herðar/Bógar-9, Bak og lend-8, Samræmi-9, Fótagerð-8,5,Réttleiki-7,5, Hófar-8,5, Prúðleiki-8 Hæfileikar 8.28, Tölt-9, Brokk-8,5, Skeið-5, Stökk-9, Vilji og geðslag 9,5, Fegurð í reið-9, Fet-8, Hægt tölt-8,5, Hægt stökk-8 Samtals 8.39 Sá gamli stóð sig ágætlega í 100m skeiði á LM með Spora sínum. Þeir fóru sprettin á 8.21 sek. Spori er frá Holtsmúla, 8v geldingur u. Núma frá Þóroddsstöðum og Ófeigsdóttur sem er úr okkar ræktun og heitir Saga. Katrín keppti á henni í A-flokki gæðinga á LM fyrir nokkrum árum fyrir hestamannafélagið Geysi.
mynd: Dalli |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|