Nýafstaðið Íslandsmót unga fólksins. Ási "okkar" kom heim með 3 íslandsmeistaratitla. Hann vann tölt ungmenna, varð samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum og fimmgangsgreinum. Vann B-úrslit í fimmgangi og endaði svo í 6 sæti í A-úrslit eftir að skeiðið fór aðeins úrskeiðis. Til hamingju með þetta Ási. Svo verð ég að monta mig aðeins meira. Ófeig frá Holtsmúla 1 sem er úr okkar ræktun varð önnur í tölti barna undir öruggri stjórn Ástu Margréti Jónsdóttur. Hún fékk keppnishryssuna hennar mömmu sinnar lánaða í þetta skipti. Spurning hvort mamman fær hana nokkuð aftur.
0 Comments
Ási "okkar" stóð sig rosalega vel ídag á islandsmóti unga fólksins. Ásmundur Ernir Snorrason eins og hann heitir fullu nafni keppti í fjórgangi ungmenna og er í eftsa sæti ásamt Eddu Hrund Hinríksdottur. Ási keppti á hestinum sínum Rey frá Melabergi og hlaut 7.17 í einkunn. Þau félagar keppa svo aftur í tölti á morgun. Mynd tekin á mótinu ídag á Hellu.
Í fyrradag fórum við Elín og tvær stelpur sem eru að vinna hjá Dabba og Katrínu út í hryssuhólf þar sem það leit út fyrir að ein hryssan okkar, Byssa væru komin að því að kasta. Henni leið greinilega ekki vel, lagðist niður, veltist umm, krafsaði og var með taglslátt. Við biðum spenntar og þá sérstaklega stelpurnar erlendu sem aldrei hafði séð folald fæðast. Við biðum í uþb klukkustund en þá fór Byssa allt í einu að éta og "hætti við". Klukkan var orðið margt og fórum við heim en Elín fór aftur ni-okkrum sinnum til að fylgjast með henni. Ekkert gerðist og bjuggumst við við folald næsta morgun. En það er ekkert folald komið enn og allt mjög furðulegt. Nokkur forvitin folöld komu að kikja á stelpurnar meðan við biðum.
Þá er löng víka búin og landsmótið var frábært í alla staði. Við hér á Skeiðvöllum erum mjög ánægð með árangurinn sem snýr að okkur.
Fyrst má telja úr kynbótageiranum Glitni frá Eikarbrekku sem hækkaði sig í hæfileikum í 8.55. Hann er með 8.36 fyrir sköpulag og hlaut þá samtals 8.48 og 4 sæti í 6 vetra stóðhestaflokknum. Mjög góður og geðgóður stóðhestur. Sóley frá Skeiðvöllum er frábær hágeng og skrefstór 4 vetra klárhryssa og hlaut hún 8.31 fyrir sköpulag og 7,82 fyrir kosti, samtals 8.02. Hún er meðal annars með 9.0 fyrir háls, 8,5 fyrir höfuð,bak og lend og samræmi. Hún fékk 8,5 fyrir alla kosti nema brokk og fet þar sem hún fékk 8,0. Var reyndar með 8,5 fyrr í sumar fyrir brokk. Svo gerði Dabbi svakalega góða hluti með hryssunni sinni Irpu frá Borgarnesi. Hann kom öllum á óvart og sigraði 100m skeiðið á þessum líka frábæra tíma 7.57 sek. Held að Katrín sé ennþá í losti. Ási tamningarmaður stóð sig líka rosalega vel. Hann varð í 2 sæti í ungmennaflokki með hestinum sínum Rey frá Melabergi eink.8,74 og munaði bara 4 kommur á honum og sigurvegaranum. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|