Núna 1 september verða breytingar á rekstrinum hjá okkur. Katrín og Davíð munu sjá um hesthúsadeildin og taka á móti hrossum í tamningu og þjálfun. Eitthvað verður um ferðahópa, reiðnámskeið og fleira skemmtilegar uppákomur. Ekki má gleyma nýopnuðu búðinni með hestavörum og reiðfatnað. Óskum þeim góðs gengis. Við gömlu hjónin verðum áfram með ræktunina og svo verðum við náttúrlega með nokkur pláss í hesthúsinu og höldum áfram að þjálfa hross og halda okkur í formi
0 Comments
Frábær dagur ídag líka. Bót hækkaði sig úm hálfan fyrir skeið í yfirlitinu. Hún er núna efsta hryssan í 5v flokki það sem af er síðsumarsýninga. Við erum mjög lukkuleg með þetta. Flott hjá Kobba.
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,5 - 7,0 = 8,14 Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,32 Aðaleinkunn: 8,25 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5 Svo sýndi Jakob tvær aðrar hryssur úr okkar ræktun, en núna í eigu Hermanns Ólafssonar. Það eru tvær klárhryssur óg fengu þær fína dóma, sérstaklega hún Ófelía frá Holtsmúla. Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,0 - 7,5 - 7,5 - 7,5 - 8,5 - 7,5 = 7,90 Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 = 7,96 Aðaleinkunn: 7,94 Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 9,0 Jakob Sigurðsson sýndi ídag Bót frá Skeðvöllum sem er 5 v hryssa u. Orra (8.34) og Byssu frá Hala (8.21). Tókst það frábærlega vel og fór hún í 8.20 samtals. Hún er með 8.14 fyrir byggingu og 8.23 fyrir hæfileika. Frábær hryssa sem vonandi er fengin við Al frá Lundum (8.25). Kemur fljótlega í ljós. Ég ákvað að taka vídeó og er myndirnar þess vegna óskýrari en ella Hremmsa frá Holtsmúla (8.17) er nú köstuð og átti hún fífilbleikan hest u. Orra frá Þúfu (8.34). Þá erum við búin að fá 14 folald í ár í eigu búsins. Þar fyrir utan eru nokkur folöld komin í heimin sem dætur okkar og vínafólk okkar eiga. Nú erum við byrjuð að smala heim eitthvað af hryssunuim aftur úr stóðhestahólfum og það litur vel út með fyljun.
|
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|