3 fengnar hryssur heim. Folöldin mun fæðast í júli og byrjun águst á næsta ári. Kappinn hefur staðið sig vel í ár
Ídag var síðasti sónarskoðunin hjá Orra frá Þúfu og það var mjög ánægjulegt að fara með
3 fengnar hryssur heim. Folöldin mun fæðast í júli og byrjun águst á næsta ári. Kappinn hefur staðið sig vel í ár
0 Comments
Ég fór að kíkja á folaldshryssurnar ídag . Það var kallt en sól og fínt. Náði þessum myndum af nokkrum folöldum. Tók svo nokkrar myndir af honum Vigra frá Holtsmúla þar sem hann sprangaði um í gulu haustgrasinu.
Glitnir frá Eikarbrekku hefur hækkað BLUPið sitt úr 125 í 126 og er nú í 10 sæti á heimslistanum yfir stóðhesta með 0-10 afkvæmum.
Hann er líka í sjöunda sæti miðað við einkunn 8.35 í flokki 5 vetra stóðhesta í ár. Ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið vel hjá Glitni í ár. Við erum mjög lukkuleg með hann Síðasti afkvæmi Hnyðju fæddist 2007 og er hún síðan búin að ganga með folaldshryssunum og hafa það gott í ellinni. Hún var felld ígær 25 vetra gömul. Hnyðja var u. Kjarval frá Sauðárkróki og var hún klárhryssa með 8,5 í öllu nema brokk þar sem hæún var með 9.
Hún var líklegast þekktust fyrir að vera móðir heimsmeistarans Hvins frá Holtsmúla. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|