Við óskum vinum fjær og nær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ár. Þökkum liðin ár og góðar samverustundir
0 Comments
Fengum þessa flottu mynd frá nýjum eiganda Hremmingar frá Skeiðvöllum, sem fór út í lok nóvember tæplega þriggja mánaða tamin. Sýnist allt vera í góðum málum þar. Hremming er á 5 vetur u. Flygli frá Horni 8.37 og Hremmsu frá Holtsmúla 8.17. Gaman þegar vel gengur.
Ég tók nokkrar myndir af tryppunum í stóðhestahólfinu ídag Töluvert hrossastúss hjá okkur ídag þegar við vorum að ormahreinsa rúmlega hudruð hross. Einhver hross voru svo færð til og önnur tekin heim. Alltaf góð tilfinning að vera búin að þessu fyrir veturinn
Nú er buið að standa yfir reiðnámskeið hér á Skeiðvöllum með Peter De Cosemo. Peter er breskur reiðkennari og knapi í klassiskri reiðmennsku. Þó að hann sé ekki vanur tölti og ganghestum segir hann að grunnurinn sé alltaf eins hjá öllum hestum. Skilningur - traust - virðing - líkamleg geta. Hann segir "If it works it can´t be wrong, but if it doesn´t work it´s not right". Eitthvað til í þessu. Skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Eitt kvöldið var opin sýnikennsla og mætti um 100 manns til að fylgjast með og læra |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|