Hín hryssan var Flekka frá Skeiðvöllum sem er 4 vetra Álfasteinsdóttir, u. Flugsvinn frá Holtsmúla. Jakob sýndi hana prýðilega. Flekka er efnileg hryssa og skeiðaði hún 2 spretti í fordómnum en fekk ekki einkunn fyrir það. Í yfirlitinu tókst ekki eins vel til með skeiðið, en hún fekk samtals 7.73. Þessi hryssa kemur aftur til dóms næsta ár og fer þá vonandi í fyrstu verðlaun. Báðar hryssurnar eru með 8.14 fyrir byggingu. Báðar með 8 fyrir höfuð og 8,5 fyrir háls, herðar og bóga. Báðar með 8 fyrir tölt og 8,5 fyrir hægt tölt.
Fallegar og góðar hryssur að okkar áliti.
Varð að velja hvort ég ætlaði að taka myndir eða vídeó af Flekku (ekki hægt að gera bæði í einu) og varð vídeó fyrir valið. Myndirnar af Flekku eru þess vegna aðeins óskýrar.