Ídag var haldið námskeið hvernig á að dæma byggingu hrossa hér á Skeiðvöllum. Námskeiðið var á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands og voru 12 nemendur skráðir til leiks. Mikill áhugi var hjá nemendum og byggingu mismunandi hrossa skoðuð. Kom ýmislegt þar á óvart og ekki er alltaf eins og sýnist. Þegar hrossin eru bútuð niður og dæmdur er hver hlutur fyrir sig getur útkoman verið allt öðruvísi en heildarsvipurinn sem augað nemur kannski fyrst. Kennari var Þorvaldur Kristjánsson.
0 Comments
Leave a Reply. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|