Núna er í gangi ráðstefna/námskeið á Skeiðvöllum. Það er FEIF, Félag Hrossabænda og Skeiðvellir sem standa að þessu og er það ætlað ungmennum frá mismunandi FEIF löndum. Það hófst þ.31 mars og endar á morgun þ. 3 apríl. Það eru 25 ungmenni á aldrinum 18 - 25 ára sem eru fulltrúar 12 landa samankomin til að læra hvað er mikilvægt þegar á að sýna hross í kynbótadóm. Allt frá hvernig hrossið á að standa rétt og hvað dómarar vilja sjá í reið til að fá sem besta mögulega einkunn. Ungmennin kynnast og deila þeirra reynslu ásamt því að eiga skemmtilega daga saman. Í kvöld fara þau öll til Reykjavíkur að horfa á Ístöltið og á morgun lýkur þessa skemmtilegu helgi að þessu sinni
0 Comments
Leave a Reply. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|