Í fyrradag fórum við Elín og tvær stelpur sem eru að vinna hjá Dabba og Katrínu út í hryssuhólf þar sem það leit út fyrir að ein hryssan okkar, Byssa væru komin að því að kasta. Henni leið greinilega ekki vel, lagðist niður, veltist umm, krafsaði og var með taglslátt. Við biðum spenntar og þá sérstaklega stelpurnar erlendu sem aldrei hafði séð folald fæðast. Við biðum í uþb klukkustund en þá fór Byssa allt í einu að éta og "hætti við". Klukkan var orðið margt og fórum við heim en Elín fór aftur ni-okkrum sinnum til að fylgjast með henni. Ekkert gerðist og bjuggumst við við folald næsta morgun. En það er ekkert folald komið enn og allt mjög furðulegt. Nokkur forvitin folöld komu að kikja á stelpurnar meðan við biðum.
0 Comments
Leave a Reply. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|