Fyrst má telja úr kynbótageiranum Glitni frá Eikarbrekku sem hækkaði sig í hæfileikum í 8.55. Hann er með 8.36 fyrir sköpulag og hlaut þá samtals 8.48 og 4 sæti í 6 vetra stóðhestaflokknum. Mjög góður og geðgóður stóðhestur.
Sóley frá Skeiðvöllum er frábær hágeng og skrefstór 4 vetra klárhryssa og hlaut hún 8.31 fyrir sköpulag og 7,82 fyrir kosti, samtals 8.02. Hún er meðal annars með 9.0 fyrir háls, 8,5 fyrir höfuð,bak og lend og samræmi. Hún fékk 8,5 fyrir alla kosti nema brokk og fet þar sem hún fékk 8,0. Var reyndar með 8,5 fyrr í sumar fyrir brokk.
Svo gerði Dabbi svakalega góða hluti með hryssunni sinni Irpu frá Borgarnesi. Hann kom öllum á óvart og sigraði 100m skeiðið á þessum líka frábæra tíma 7.57 sek. Held að Katrín sé ennþá í losti.
Ási tamningarmaður stóð sig líka rosalega vel. Hann varð í 2 sæti í ungmennaflokki með hestinum sínum Rey frá Melabergi eink.8,74 og munaði bara 4 kommur á honum og sigurvegaranum.