Nú er buið að standa yfir reiðnámskeið hér á Skeiðvöllum með Peter De Cosemo. Peter er breskur reiðkennari og knapi í klassiskri reiðmennsku. Þó að hann sé ekki vanur tölti og ganghestum segir hann að grunnurinn sé alltaf eins hjá öllum hestum. Skilningur - traust - virðing - líkamleg geta. Hann segir "If it works it can´t be wrong, but if it doesn´t work it´s not right". Eitthvað til í þessu. Skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Eitt kvöldið var opin sýnikennsla og mætti um 100 manns til að fylgjast með og læra
0 Comments
Leave a Reply. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|