Um helgina var hitt árlega reiðnámskeið með Huldu og Hinna. Það er frábær hópur frá Reykjavík og nágrenni sem taka sig saman og drífa sig austur fyrir fjall með hestana sína og eiga skemmtilega og fræðandi helgi í sveitinni. Upphaflega var þetta kvennahópur en þróaðist út í það að karlarnir vildi koma líka og hefur hópurinn því stækkað. Þetta er mjög skemmtileg helgi bæði hjá nemendum og staðarhöldurum. Katrín sá að venju um kræsingana. Að loknu námskeiði voru veitt verðlaun fyrir hin ýmsu atriði eins og bestu tilþrifin, besta parið osfr.
0 Comments
Leave a Reply. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|