Við fórum ánægð heim en þreytt og vindþurrkuð með ösku í augum, hári og allstaðar.
Elín náði fullt af góðum myndum af okkur flestum.
Íþróttamót Geysis lauk ígær i vonskuveðri með kulda, roki og ösku. Ekki beint skemmtilegt keppnisveður. En ég ætla að segja frá árangur knapana frá Skeiðvöllum. Þar ber hæst 1 sætin í tölti eink. 7.0 og fjórgangi eink. 6.57 í opnum flokki 2 hjá Lisbeth og Klakk frá Blesastöðum 2A. Klakkur er æðislegur hestur og stóð sig mjög vel í öskurokinu. Svo gerði Katrín frábæra hluti með nýja hestinn sinn Dagfara frá Miðkoti, sem er 5 vetra stóðhestur. Hún var efst eftir forkeppni í fjórgangi með eink. 6.40 og önnur eftir forkeppni í tölti með eink. 6.33, en svo sparaði hún hestinn og afskráði í töltúrslitin en fór með hann í fjórgangsúrslitin. En þar fór mamma gamla upp fyir hana þannig að við skiptumst á sætum. Frábær árangur hjá þeim saman í sinni fyrstu keppni. Siggi stóð sig líka vel í sinum fyrsta 100m spretti með Spora frá Holtsmúla og rann hann á 8.31 sek. og fimmta sætið. Dabbi komst inn í B-úrslit í fjórgangi V1 og vann sig upp um eitt sæti með Hrafnfinn frá Holtsmúla, endaði B-úrslitunum í 4 sæti með eink. 6.17. Sigurður Smári tók líka þátt í fyrsta skipti fjórgangi barna á Óríon frá Holtsmúla. Það tókst ágætlega hjá honum, nema þennan dag var Óríon ekki í brokkstuði og þar fuku nokkur stig. Hann var eini keppandinn í þessum flokki og keppti því með unglingunum, en var verðlaunaður í barnaflokki. Við fórum ánægð heim en þreytt og vindþurrkuð með ösku í augum, hári og allstaðar. Elín náði fullt af góðum myndum af okkur flestum.
0 Comments
Leave a Reply. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|