Mig langar að segja aðeins frá ræktunarhryssunni okkar Vöku frá Arnarhóli. Hún er með 8.03 fyrir byggingu og 8.63 fyrir hæfileika, samtals 8.33 og var hún í þriðja sæti á LM þegar hún var 6 vetra. Móðir hennar Fluga var einnig í þriðja sæti á LM þegar hún var 6 vetra. Vaka er u. fyrstu verðlauna foreldrunum Kjarval frá Sauðárkróki og Flugu frá Arnarhóli. Vaka er fædd 1988 og kemur til okkar seinni part sumars 1998. Hún hefur reynst okkur mjög góð ræktunarhryssa og eru sjö af átta dæmd afkvæmi hennar með 1 verðlaun. Afkvæmin hennar hafa líka sannað sig og er t.d. Þerna sem Pall Stefánsson dýralæknir á komin með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Önnur dóttir hennar Gola er með fjögur dæmd afkvæmi og þaraf 3 í fyrstu verðlaun og eitt alveg við. Vaka var sjálf í öðru sæti af heiðursverðlauna hryssunum á LM 2006. Hún er nú 24 vetra gömul og missti því miður fýlið sitt í vetur, en hún var fengin við Kvist frá Skagaströnd. Hún veiktist mjög míkið en náði sér á strik. Fyrir tveimur árum var hún fósturmóðir folalds sem missti móður sína og var þá með tvö folöld. Vaka er míkið gæðablóð eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.
1 Comment
25/7/2013 04:35:08 pm
From the read, I can find that you had a lovely time at the Arnarholl. The snaps as well the videos that you have taken were beautiful and this make this blog so attractive. Thanks a many for this sensational post.
Reply
Leave a Reply. |
Skeiðvellir ræktun - sala
eldri efni
May 2018
|