SKEIÐVELLIr
  • Home
  • Fréttir
    • News
  • Hryssur
    • Mares
  • Folöld/Foals
    • Folöld 2015 >
      • Folöld 2016
      • Folöld 2017
  • Um okkur
    • About Us
  • Ræktun
    • Our Breeding
  • Söluhross
    • Sale Horses
  • Villa
  • Hafa samband
    • Contact

Heimilisfólkið á Skeiðvöllum

Picture
Siggi
Picture
Lisbeth
Picture
Viðar
Picture
Davíð
Picture
Katrín
Picture
Sigurður Smári
Picture
Guðlaug Birta
Picture
Hjörtur Ingi
Picture
Elín Hrönn
Picture
Lisbeth Viðja
Picture
Sigrún Ýr
    
     Nýja hestabúgarðurinn okkar heitir Skeiðvellir. Byggingar hófust um áramótin 2006-2007 og fluttum við inn í fyrsta íbúðarhúsið  í lok september 2007.  Á búgarðinum er stór og góð reiðhöll 20 x 60 m, nýtt 38 hesta hús með eins hesta stíum og 4 íbúðarhús. Skeiðvellir er staðsett á suðurlandi í Rangárþing ytra uþb 15 km frá Hellu.  Á jörðinni var áður fyrr kappreiðavöllur og er nafnið Skeiðvellir fengið frá örnefnakorti. Búgarðurinn er um 350 ha með grasgefnum beitarhólfum.

       Heimilisfólkið eru Sigurður og Lisbeth Sæmundsson, Katrín Sigurðardóttir og  Davið Jónsson ásamt börnum þeirra Sigurður Smári  og Guðlaug Birta.
Bróðir Sigurðar, Viðar Sæmundsson er líka búsettur á Skeiðvöllum.
​
Elín Hrönn Sigurðardóttir og Hjörtur Ingi Magnússon með dætrunum Lisbeth Viðju og Sigrúnu Ýr.  Þau eru reyndar flutt ofar í sveitinni síðan Nóvember 2015  og búa núna í Þverholti

       Elsta dóttirin Petra er búsett í Sviþjóð ásamt dætrum sínum Amanda  og Louise.

       Sigurdur (Siggi) er búin að vera einvaldur fyrir íslenska landsliðið í hestaíþróttum á 12 heimsmeistaramótum, og knapi á fjórum mótum . Gegnum tíðina hafa liðin staðið sig mjög vel og komið heim hlaðin af gullverðlaunum.  Sumarið 2007 vann liðið 11 gull. 

1 September 2011 tóku Katrín og Davíð yfir reksturinn á hesthúsinu. Þau eru aðallega með ferðaþjónustu, hestaleigu og allskonar uppákomur fyrir ferðamenn og aðra ss. námskeið, sölumót, sýnikennsla, hestavörubúð og fl.

Við gömlu hjónin erum áfram í ræktuninni og uppeldinu og höfum nokkrar stíur fyrir okkur.




copyright © Skeiðvellir 2010